Á ég að segja þér sögu?
Allt í lagi..
Einu sinni, fyrir langa, langa löngu, fáeina kílómetra frá konungsríkinu Krasov, rann fagurblá og djúp á. Vatnið var hlýtt því að það rann yfir hvítan sand í sólarljósinu áður en það féll niður í litli tjörn. Einum meginn við bakka tjarnarinnar byrjuðu gullbrúnar hlíðarnar sem hringuðust í stóra og sterka Marmarafjallið, en á hinum bakkanum var röð af trjám -fersk og græn á hverju vori. Undir trjánum var hrúga af sandi sem kanínur komu upp úr um kvöldin og dádýr koma þangað til þess að fá sér að drekka. Yfir því var stórt lauftré með mikla trákrónu sem myndaði stóran og hringlaga skugga á rykugri jörðinni. Uppi við trjástofninn var búið að raða nokkrum steinum-þægilegt sæti fyrir hvern þann sem vildi setjast undir tréð og fylgjast með skógarlífinu.
Þægilegt sæti fyrir pilt og stúlku.
Nú er allt þetta horfið og það eina sem er eftir eru minningarnar.
Já..
Ég hefði átt að byrja á því að segja ykkur að þessi saga endar ekki vel.