Fyrsti hluti.

5 0 0
                                    

Fyrsta vikan Helgu sem draugur hafði ekki verið viðburðarík, þó hún væri undarleg. Þó Helga væri heldur dofin yfir þessu öllu saman. Það var eins og hún væri að horfa á allt í kringum sig úr fjarlægð, eða í gegnum einhvern skjá. Það var sama hvað gerðist í kringum hana, foreldrar hennar að brotna niður. Amma og afi að passa litla bróður sem hafði þennan ringlaða svip á andlitinu eins og þetta væri allt saman grín og stóra systir hans væri ekki farin fyrir fullt og allt. Eða farin, svo hann gat ekki séð hana lengur.

Helgu fannst þetta vera grín. Mjög ljótt, glatað grín. En samt grín. Það að geta ekki einu sinni teygt fram höndina til þess að hugga fólkið í kringum sig virkaði rangt, en samt virtist Helga ekki geta fellt tár. Hún var svo dofin. Því þetta gat ekki verið raunveruleikin

Ef Helgu hafði fundist það erfitt að venjast því að vera draugur, þá var ennþá erfiðara (og undarlegra) að mæta á sína eigin jarðarför. Það var aðeins eitthvað afkáralegt sem gerðist í kvikmyndum, ekki í alvörunni. Þó í fyrstu hafði Helga ekki trúað því að þetta væri raunveruleikinn. Þetta var annað hvort mjög vondur draumur, eða hún var að gera sér þetta upp, þar sem hún lá í dái á sjúkrahúsinu. Þetta gat hugsanlega verið satt.

Það hafði þurft jarðarförina til þess að sannfæra Helgu um að hún væri ekki meðal manna lengur. Nú var hún meðal þeirra dauðu. Það var eitthvað við það að sjá sjálfan sig liggjandi í kistunni á kistulagningunni sem gerði það fyrir hana. Þarna sem hún stóð, á meðan presturinn sagði einhver indæl, æfð orð um hana og nánustu ættingjar og vinir skiptust á að kyssa hana, eða horfa á hana í síðasta sinn, og grét yfir sjálfri sér og örlögum sínum.

Það hafði verið skrítið að sjá hverjir grétu með henni og hverjir ekki. Sumir grétu aldrei, á meðan sumir geymdu tárin þar til þau höfðu næði til þess að hleypa þeim fram. Af því þeim þótti það þægilegra, eða vegna þess að þau þurftu að vera sterk fyrir alla aðra. Rétt eins og mamma sem stóð eins og fölleit stytta á meðan öllu þessu stóð yfir.

Þetta voru síðustu tárin sem Helga feldi. Það var mjög algengt meðal drauga. Fyrstu vikurnar voru erfiðastar, en þá vorum þeir svo nýlega dánir að allar tilfinningarnar voru rétt á yfirborðinu. Eftir því sem maður varð lengur á meðal þeirra dauðu urðu þessar fyrrum mannverur meira daufari.

Þetta allt hafði Sara útskýrt fyrir henni þegar hún kom upp að henni í kirkjugarðinum, í fínustu svörtu jakkafötunum sínum, rétt eftir að athöfnin var búin og allir farnir að týnast upp í bílana til að keyra á erfidrykkjuna. Hún hafði þá verið með tattú alveg frá fingrum vinstri handar og upp á háls, en síðan hafði hún fengið leið á þeim og þau höfðu horfið.

"Það líður hjá," hafði Sara sagt, blátt áfram, eins og hún byggist við að allir draugar misstu tilfinninguna eftir einhvern tíma. Kannski gerðu þeir það. Kannski stóð það í heilögu svörtu bókinni hennar sem hún hafði alltaf með sér. Helga fékk ekki að lesa í henni. Hún var draugur. Hún gat ekki einu sinni haldið almennilega á henni. Þó kannski giltu þau lögmál ekki um hluti sem Dauðaenglar áttu. Hvað vissi Helga, þetta var allt svo nýtt fyrir henni.

Síðan hafði Sara beðið eftir henni, en það var lang algengast að draugar líði inn í móðuna miklu – eða ljósið eins og sumir kalla það – rétt eftir að þeir hefðu verið jarðsungnir. Eða öskunni þeirra hefur verið dreift, eða hvað sem fólk dettur í hug að gera. Draugar þurftu að fá sína lokun, rétt eins mannfólki, áður en þeir gátu haldið áfram.

Svo Sara og Helga biðu og biðu en aldrei helltist þessi hlýja og bjarta tilfinning sem Sara útskýrði svo nákvæmlega – sem hún las upp úr svörtu bókinni sinni – yfir hana. Það eina sem helltist yfir þær var rigningin. Sem að Helga gat að sjálfsögðu ekki fundið fyrir, þar sem hún lak í gegnum hana. Rigningin helltist bara ofaní votu gröfina hennar í staðinn, sem stóð nú auð, þar sem mennirnir sem sáu um kirkjugarðinn voru ekki mættir á svæðið til að moka ofaní hana.

You've reached the end of published parts.

⏰ Last updated: Jun 19, 2017 ⏰

Add this story to your Library to get notified about new parts!

JDWhere stories live. Discover now