Dauðinn er margslunginn

22 0 0
                                    

Það hafa komið mörg pínleg augnablik í lífi mínu - eins og þegar ég var neydd til þess að syngja vers úr Davíðssálmanum í fermingarveislunni minni - en pínlegasta augnablikið er þegar ég uppgvötaði að ég skemmti mér betur dauð en ég gerði þegar ég var lifandi. Fólkið í jarðaförinni minni skemmti sér betur en ég gerði í alvöru lífi mínu.
Ókey, kannski ekki. Lífið mitt var ekki það hræðilegt. Á skalanum einn til tíu var það svo mínus ellefu, rétt á eftir illa lyktandi sokkum og notuðum barnableyjum.
Ég lifði mátulega óspennandi lífi. Foreldrar mínir voru báðir skattstjórar-hversu óspennandi vinnu er hægt að fá - og við bjuggum í mátulegri stórri íbúð í Vesturbænum.
Stóri bróðir minn, Helgi, bjó með okkur í stuttan tíma áður en hann flaug til Ameríku og gerðist stærðfræðingur með hátt menntunarstig en lítið almennt vit. Það kom fram þegar hann gaf mér fimmhundruð blaðsíðna stærðfræðibók á ensku í jólagjöf. Foreldrum mínum gaf hann póstkort með stærðfræðiþraut á og boli sem stendur á með stórum áletrunum "I love math". Foreldrarnir voru himinlifandi þegar þeir fengu þessa "frumlegu" gjöf og límdu póstkortið á ísskápinn og bentu á það af og til þegar þeir vildu að ég "byrjaði nú að hegða mér eins og bróðir minn."
Eins og venjulega hugsaði hann ekkert til hundsins okkar Arkímedes, sem er orðin akfeitur og jafn gamall og svissneskur ostur. Bróðir minn fékk hann í afmælisgjöf þegar hann var fjórtán ára og sýndi honum jafn mikinn áhuga og hann sýndi gerð klósettskálna. Fyrst þótti mér gaman að velta mér um og leika við hann en frá því að við gerðum þau mistök að láta hann eftir hjá nágrannakonunni þegar við fórum út í vikufrí, þá hefur skúringabursti orðið skemmtilegri félagsskapur en hann. Kerlingin rann nefnilega út af hundamati og byrjaði að mata hann á snúðum, sætabrauði og sykurdrasli. Þegar við komum til baka afþakkaði hann hundamatnum með því að leggjast á gólfið og góna út í loftið með fýlusvip. Sem hann gerir ennþá í dag nokkrum kílóum þyngri. Eini munurinn er að ég er ekki þar til þess að klappa honum.

þar til dauðinn aðskilur okkurWhere stories live. Discover now