Dagurinn sem ég dó byrjaði óskaplega venjulega. Það voru engin blikkandi skilti þar sem stóðu stórum stöfum "Þú ert að fara að deyja". Engar jarðarfaraklukkur glumdi í hausnum mínum. Dauðinn var eins fjær huga mínum og Madagaskar.
Erfiðasta ákvörðun sem ég hélt að ég myndi taka var hvort að ég ætti að horfa á annan þátt af uppáhalds anime seríunni minni eða borða morgunmat.
Foreldrarnir mínir voru löngu farnir í vinnuna eftir að hafa stungið höfðinu til mín með augnaráð sem sagði:"Ég er svo vonsvikin yfir þér".
Þau voru alltaf með þetta augnaráð þegar þau litu á mig og ég get ekki ljáð þeim það. Þeir bjuggust örugglega ekki við því að einkadóttir þeirra myndi falla í nánast öllum fögum í skólanum og neita að skrá sig í menntaskóla eins og allir venjulegir krakkar.
En því miður fyrir þau þá var ég löngu búin að gefast upp á því að vera svokallaður "venjulegur krakki".
Ég var búin að sætta mig við að vera lítil og löt kartefla sem liggur upp í rúminu sínu og borða popp og snakk allt sitt líf.
Sem var ekki það langt eins og ég hélt.
Allavega. Það eina spennandi við þennan dag var að það var þoka úti og veðurspáin hótaði snjókomu.
Ég veit ekki af hverju ég man það því mér var nokk sama um veðrið því ég var alltaf inni.
Skyndilega gerðist þó eitthvað sem lét hárin á hnakkanum mínum standa upp.
Wifið datt út.
Einmitt þegar bardaginn milli aðalhetjunar og óvinar hennar var að fara að byrja.
Ég rumdi af óánægju og stóð upp úr rúminu. Snakkpokar ultu niður á gólfið. Ég tók þá upp á meðan ég rölti niður til þess að gá hvað olli þessum hræðilega harmleik.
Áður en ég komst að rádarinum fóru ljósin af, eitt af öðru eins og þau væru að hæðast af mér.
Mér var byrjað að líða eins og ég var stödd í hryllingsmynd
Ég vonaði bara að ég væri ekki heimska gellan í henni. Þær dóu alltaf fyrst.
"Mjá"
Ég leit niður og sá Arkimedes við fæturnar á mér.
"Mjá," sagði hann aftur og leit upp til mín eins og ég hefði eignast einhvern hæfileika til þess að skilja kattarmál.
"Viltu vatn?"spurði ég vongóð um að hann skildi mig.
Hann hvæsti bara og gaf frá sér eitthvert hljóð sem mætti líkja við hljóði sem kemur frá svíni í leið til slátrunar.
"Díses kræst róaðu þig niður kisi"sagði ég með örlitlum óttahreim. "Ég er ekki að fara að éta þig"
Arkimedes leit tortryggisaugum eins og hann efaðist um sannleiksgildi orða minna og hljóp-hljóp!- í annan enda stofunnar.
Ég gapti af undrun. Það var svo langt síðan að ég sá Arkimedes hlaupa að ég hafði gleymt því að hann gæti gert það!
Ég ætlaði að fara á eftir honum þegar dyrabjallan hringdi.
Ég snarsnerist og leit efasemdaraugum á hurðina eins og hún myndi spretta upp og éta mig. Ég fálmaði eftir pönnunni í eldhúsinu og kallaði taugaóstyrkri röddu:
"Hver er það?"
"Þetta er Binna!" Var svarað.
Ég andaði léttar og opnaði hurðina.
Binna, nágranninn minn,stóð í fullum skrúðum í dyragættinni. Hún var með dökkt krullað hár sem stóð út í allar áttir eins og hún hefði fengið raflost. Andlitið hennar var búlduleitt eins og allur líkaminn hennar. Hún var klædd í ljósbleikum náttkjól og þykkri loðkápu.
Mamma og pabbi hafa alltaf haft eitthvað á móti henni því hún er ekki eins og "venjulegt fólk." Hún bjó ein með kettinum sínum í kjallaranum og skrifar bækur um drauga og alls konar yfirnáttúrulega hluti. Ég hef lesið einhverjar bækur eftir hana og verð að segja að þær eru þó nokkuð góðar þó að foreldrum mínum langi mest að henda þeim í ruslið.
"Binna,"sagði ég glaðlega.
"Karen mín,"másaði Binna og ég tók eftir því að kinnanar hennar voru mun rauðari en vanalega og augun flökkuðu æsilega um alla íbúðina. "Karen mín, mér vantar aðstoð! Forseti-" Binna þagnaði og leit á mig. "Af hverju ertu með pönnu í hendinni?"
Ég fann að ég roðnaði. "Af því að ég hélt að þú værir skrímsli sem ætlaði að éta mig,"skrapp nánast út úr mér.
"Ég ætlaði að elda,"sagði ég loks.
"Ó," Binna opnaði munninn en lokaði honum aftur.
Ég setti pönnuna varlega á eldhúsborðið og leit til hennar.
"Hvað gengur á?" Spurði ég.
Kinnar Binnu urðu ennþá rjóðari af æsingi.
"Forseti hvarf út úr gluggann!"sagði hún másandi.
"Ha?" Hváði ég furðulostin. Forseti var köttur Binnu til margra ára og var ennþá latari en Arkimedes. Hann var sannkallaður inniköttur, hvítur eins og snjór og feitur eins og svín. Hann hafði aldrei nokkurn tímann farið út!
"Þú verður að hjálpa mér að finna hann!"sagði Binna og leit út fyrir að ætla að fara að gráta. "Forseti minn veit ekkert hvað gerist út í villiheiminum! Hvað ef einhver hundur étur hann."
"Umm, það er ekki líklegt að það muni gerast," róaði ég hana niður. Forseti gæti ekki passað í munn á neinum hundi,bætti ég við í huganum.
"Á ég að hringja í lögregluna?"snökti Binna.
Ó, guð"Umm," sagði ég. "Ég myndi ekki gera það. Bíddu hér-ég kem eftir smá til þess að hjálpa þér að leita að honum."
Binna kinkaðu kolli. Ég skaust upp og klæddi mig úr náttfötunum mínum yfir í föt sem voru hreinust- svartar gallabuxur og blárri peysu. Ég skellti svörtu, rifnu vesti á mig og fór yfir stuttklippta hárið mitt með hendinni. Ég hafði litað það blátt þegar ég útskrifaðist í sumar- foreldum mínum til mikillar mæðu. Nú var blái liturinn aðeins fölnaður og upprunalegi svarti hárliturinn minn var að koma í ljós við hársræturnar.
Þegar ég skottaðist aftur til Binnu brosti hún í gegnum tárin.
"Takk fyrir Karen," sagði hún hikstandi. Ég klappaði henni á bakið.
"Ekki málið," sagði ég hughreystandi og meinti það. Binna hafði aldrei dæmt mig, aldrei litið á mig með dómhörðu augnaráði eins og foreldrar mínir. Hún var eina manneskjan sem ég treysti eitthvað á. Þess vegna hjálpaði ég henni.
Auðvitað vissi ég ekki þá hversu stórar afleiðingar þessi ákvörðun var.
BINABASA MO ANG
þar til dauðinn aðskilur okkur
ParanormalAð vera steindauð fimmtán ára er ekki skemmtilegt. Ekki það að dauðinn sé eitthvað skemmtilegri þegar maður verður eldri. En að deyja þegar maður er komin á helsta blómaskeiði lífs manns - í mínu tilfelli er að vera í tölvunni og steinliggja í rúmin...