Dauðinn er dimmur

17 0 1
                                    

"Karen."

Röddin var flauelsmjúk. Hún minnti mig á sætabrauð og kökur.

"Opnaðu augun"

Nei! Það var svo aldeilis ekki á dagskrá hjá mér. Ég sneri mér undan.

"Opnaðu augun"

"Nei!"

"Karen"

Ég fann eitthvað strjúkast við mig.

"Taktu í höndina á mér"
Ég rumdi en opnaði augun.

"Taktu í höndina á mér!"

Allt var svart. Loftið var þungt. Mér leið undarlega. Eins og ég væri að detta og liggja á sama tíma. Mér hafði aldrei liðið svona áður.
Áður?
Hvernig áður?
Hvað hafði gerst áður?
Hver er ég?
Hvað...

"Karen"
Tvær hendur án nokkurn sýnilegs búks svifu yfir mér.Þær voru skærhvítar eins og nýfallið snjókorn.

Nýfallið snjókorn.

Aðfangadagur.

Lítil stúlka með svart hár brá fyrir hugskotunum hjá mér.
"Mamma,mamma!" Sagði hún og benti óðamála út um gluggan. "Það snjóar." Kona birtist fyrir aftan hana og strauk stúlkunni um kinnina. "Gleðileg jól, Karen," sagði hún.

Karen.

Þetta nafn fyllti mig af kunnuleika. Ég þekkti þetta nafn. En hvaðan?

Karen

Karen

"Taktu í höndina á mér Karen,"

Karen

"Hættu þessu,Karen" "Hvað viltu Karen?" "Af hverju ertu að gera þetta, Karen?" "Stoppaðu, Karen!"

"Karen,"stundi ég. Auðvitað! "Ég er Karen!"sagði ég hærra. Skyndilega fannst mér eins og myrkrið sem mér áður fannst áður róandi mun meira ógnvekjandi. Mér leið eins og það væri að kaffæra mig.

Ég þurfti að komast út.

Ég hataði þetta myrkur.

"Karen, taktu í höndina á mér," sagði röddin og í þetta sinn hlýddi ég henni.

Um leið og ég tók í hana fann ég þægilegan hita fara um mig alla. Hvíta ljósið varð skærara og skærara. Það þeytti myrkrinu frá eins og fótboltamaður þeytir fótbolti.

Allan tímann endurtók ég nafnið. Nafnið mitt.
Karen

Has llegado al final de las partes publicadas.

⏰ Última actualización: Oct 28, 2016 ⏰

¡Añade esta historia a tu biblioteca para recibir notificaciones sobre nuevas partes!

þar til dauðinn aðskilur okkurDonde viven las historias. Descúbrelo ahora