Ég dró andann djúpt þegar ferska loftið skall á mig. Binna krosslagði hendurnar.
"Fyrirgefðu að ég er svona," umlaði hún. "Ég bara er svo hrædd um Forseta!
Ég brosti hughreystandi til hennar um leið og ég steig yfir gangstéttina.
"Við finnum hann." Vonandi. Ég hafði enga hugmynd um hvar Forseti gæti verið plús að það yrði erfitt að finna hann í þessari mjólkurhvítri þoku. En ef ég hefði sagt þetta við Binnu hefði örugglega liðið yfir hana.
"Farðu til vinstri og ég fer til hægri," skipaði ég.
Binna kinkaði kolli. "Ef þú finnur hann skal ég nefna aðalpersónuna í næstu bókinni minni eftir þér."
Ég brosti. "Það yrði mikill heiður."
Við skildumst að og ég gekk með augun opin fyrir stærðarinnar ketti.
Það var kaldara úti en ég hafði búist við þannig að ég var byrjuð að skjálfa eftir smá stund. Það eina sem ég hafði séð sem líktist lifandi dýri var krummi sem gaf mér hart augnaráð á meðan hann sveimaði í gegnum þokuna.
Frábær byrjunÉg þrýsti handleggjunum mínum saman og andvarpaði. Ég var búin að leita í hálftíma og engin köttur var komin í leit. Ég var alveg búin að gefast upp á leitinni þegar ég heyrði mjálm koma frá kirkjugarðinum.
Alveg dæmigert.
Fyrst fer rafmagnið af, kettirnir í hverfinu láta eins og brjálæðingar og vísbending að lausninni að hvarfi Forseta leiðir að kirkjugarðinum.
Nú þegar ég hugsa út í það þá langar mér að berja mig í höfuðið fyrir að eltast við þetta fjandans mjálm. En það var bara eins og eitthvað dró mig að því.
Þess vegna fór ég í þennan helvítis kirkjugarð.
Ég gekk frá krossi til kross-yfir þúsund nöfn og dánartöl óvitandi að nafnið mitt kæmi þangað von bráðar.
Þokan þéttist. Það var eins og hún ætlaði að éta mig með húði og hári.
"Mjá,mjá"
Ég leit upp og sá það og tók andköf. Ekki köttinn heldur veruna. Í fyrstu leit hún út eins og myndastytta:
Grafkyrr og þögul í miðjum garði dauðans. Hún var löng og mjó.Húðin leit út fyrir að vera úr hvítum leir. Hendurnar beinberar og neglurnar eins stórir og örugglega eins beittir og eldhúshnífarnir heima.
Það var ekki fyrr en eftir nokkra stund að ég áttaði mig á einu atriði
Hún var ekki með andlit.Síðan hreyfði hún sig.
Ég gaf frá mér kafnað óp. Mér fannst eins og ég væri stödd í hræðilegri martröð. Taugarnir mínar titruðu og heilinn frosnaði upp. Hann meðtók ekki allar þessa upplýsingar.
Veran kom nær og nær. Hún virtist ekki hlaupa heldur beinlínis svífa.
Andadrátturinn minn höktaði.Ég var næstum því dottin niður af hræðslu.
Farðu,sagði einhver hluti innan í mér.
En ég gat það ekki.
Ég gat ekki hreyft mig.
Þess vegna stóð ég þarna eins og steinn þegar veran fór í gegnum mig.
Hún flaug í gegnum mig!
Það var eins og nístandi kuldi færi í gegnum mig.
Mér leið eins og ég væri frosin að innan.
Síðan ummyndaðist umhverfið.
Það varð allt hvítt.
Og ég dó.
ESTÁS LEYENDO
þar til dauðinn aðskilur okkur
ParanormalAð vera steindauð fimmtán ára er ekki skemmtilegt. Ekki það að dauðinn sé eitthvað skemmtilegri þegar maður verður eldri. En að deyja þegar maður er komin á helsta blómaskeiði lífs manns - í mínu tilfelli er að vera í tölvunni og steinliggja í rúmin...