3.Kafli

310 8 3
                                    

allt sem ég sá var hvít skær birta. alls staðar í kringum mig.

ekkert nema hvítt svo langt sem augað eygði. ég byrjaði að hlaupa, í burtu. það var eitthvað sem sagði mér að ég sæi Pabba minn aldrei aftur.

brátt fann ég heit tárin streyma niður kynnarnar og niður á peysuna mína. ég leit niður og sá að ég var í peysunni sem Pabbi lét búa til fyrir mig stutt eftir að mamma dó, á peysunni var mynd af mér, mömmu og pabba þegar ég var 6 ára á fyrsta skóladeginum.

"Díana" heyrði ég kalla. hver var það? "Mamma?" kallaði ég til baka "Díana. ég vil láta þig vita að ég er alltaf hjá þér. mér þykir svo leitt að ég fór. en ég er á betri stað núna" heyrði ég hana segja en sá hana hvergi

"Mamma, koddu aftur, Arna er hræðileg!" grét ég  en vissi að hún kæmi aldrei aftur "ekki gráta Díana mín, þú veist að ég elska þig svo mikið" sagði hún og loksins sá ég hana, hún var í hvítum náttkjól. hún var öll útí blóði og sárin á úlnliðunum hennar voru djúp

"ég elska þig svo mikið hjartað mitt, meira en þig grunar. ég vil að þú vitir að ég er alltaf hjá þér" sagði hún áður en ég fann sting í úlnliðnum "mér þykir þetta svo leitt" svo labbaði hún í burtu. ég fann hvernig ég varð þreyttari og þreyttari.. svo varð allt svart. 

ég hrökk upp svitin lak niður ennið og ég fann að tárinn runni hvert á fætur öðru. ég strauk tárin í burtu og lagðist aftur á koddan. 

þessar martraðir fara ábyggjilega aldrei. 

svo man ég að ég tók með mér drauma ráðningarbókina mína,

ég keypti hana útaf þessum martröðum sem ég fæ oft. eða pabbi keypti hana... 

eins og langflestir á mínum aldri eða í kringum hann þá finnst mér svooo leiðinlegt að lesa eða leita í bókum.  

en ég eeelska að skirfa.

call my weird. don´t care.  

í litla dálkinum stóð: 

*dauði/morð* 

þegar manneskju dreymir að hún sé að deyja eða sé myrt 

þýðir það að miklir erfiðleikar eiga eftir að gerast í lífi manneskjunnar

ef manneskjan fremur morð þýðir það að hún eigi eftir að valda einhverjum 

nánum vini eða fjölskydumeðlimi vonbrigðum. 

ég lokaði bókinni og fór svo inn á bað að gera mig til.

hvaða erfiðleikum á ég eftir að lenda í? 

ég á engan kærasta.

ég á æðislegan pabba. 

stjúpmamma mín þolir mig ekki en hún mundi aldrei gera eitthvað við mig.

svo man ég að hún sló mig í gærkvöldi. ég lýtti í spegilinn og sá að stórt mar var farið að myndast. 

"svo þú viðurkennir að ég er miklu betri, sætari og eldri en þú?" heyrði ég Örnu segja og sá að hún stóð í dyrunum. 

"nei, en þú ert svo miklu eldri en ég. plús þú ert með hrukkur ekki ég" sagði ég og ýtti henni út. 

"klæddu þig, vertu snögg. ég vil vera komin snemma" sagði hún og lokaði hurðinni. 

í dag er viðtalið. Konan sagði að ég ætti að semja spurningarnar sjálf. eitthvað sem þeir hefðu aldrei verið spurðir áður. 

I am Diana - Liam payne / Niall Horan -Where stories live. Discover now