Að vera steindauð fimmtán ára er ekki skemmtilegt. Ekki það að dauðinn sé eitthvað skemmtilegri þegar maður verður eldri. En að deyja þegar maður er komin á helsta blómaskeiði lífs manns - í mínu tilfelli er að vera í tölvunni og steinliggja í rúminu talið blómaskeiði - sökkar.
Þegar ég var átta og skrýtin hélt ég að fólk gæti aðeins dáið það var orðið nógu gamalt og súrnað. Krakkar dóu einfaldlega ekki. Allavega ekki fimmtán ára krakkar. Allavega ekki krakkar sem bjuggu á eyju norður út í rassgati með hamingjusömum foreldrum og hundi og að hlaupa út á rauðu ljósi er mesta ólöglega iðjan sem þau hafa gert.
Átta ára ég var bjartsýn. Vegna þess að nú er ég steindauð. Og fékk smá fróðleik í leiðinni.
Maður er aldrei of ungur til þess að deyja.

YOU ARE READING
þar til dauðinn aðskilur okkur
ParanormalAð vera steindauð fimmtán ára er ekki skemmtilegt. Ekki það að dauðinn sé eitthvað skemmtilegri þegar maður verður eldri. En að deyja þegar maður er komin á helsta blómaskeiði lífs manns - í mínu tilfelli er að vera í tölvunni og steinliggja í rúmin...